Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra ekki verið mældur beint heldur eingöngu metinn á óbeinan hátt.
Formfræði górilluapa er nokkuð ólík okkur mönnunum og má leita skýringar í þróunarsögu þeirra í þéttum skógum Mið-Afrík...
↧