Ekki er mikið um að karl- og kvenfuglar séu greindir að með mismunandi heitum. Undirritaðri er ekki kunnugt um að kvenhrafninn eigi sérstakt heiti. Það á aftur á móti kvenörninn sem kölluð er assa. Æðarkollan er nefnd æður en karlfuglinn bliki og æðarbliki. Meðal annarra andfugla ber karlinn heitið steggur eða andarsteggur en kvenfuglinn er aftur á móti kallaður önd sem einnig er samheiti fyrir bæði kynin. Karlgæsin er stundum nefnd steggur en oftar gæsarsteggur en kvenfuglinn aðeins gæs.
Hra...
↧