Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinnar hófst hér meiri hvalveiði en nokkru sinni fyrr, aðallega á vegum Norðmanna. Undanfari þeirra var síldveiðar Norðmanna við landið sem urðu afar umfangsmiklar í nokkur ár um og eftir 18...
↧