Orðið núna í spurningunni gerir það að verkum að svarið er síbreytilegt. Sá fjöldi sem býr á Íslandi þegar þetta svar er skrifað, í júlí árið 2013, verður eflaust ekki sá sami og þegar svarið er lesið árið 2015 eða 2018. Í stað þess að gefa hér upp ákveðna tölu um fjölda þeirra sem búa á Íslandi, tölu sem verður úrelt á nokkrum mánuðum, er því betra að benda á ágætan vef Hagstofu Íslands.
Hagstofan birtir upplýsingar um mannfjölda á Íslandi tvisvar sinnum á ári og er þá miðað við 1. janúar o...
↧