Fram, fram fylking hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrsta leikjabók sem gefin var út á Íslandi. Þar er textinn við Fram, fram fylking birtur ásamt nafni höfundar og með fylgja nótur að laginu, sama lagi og sungið er enn þann dag í dag.
...
↧
Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?
↧