Þegar sólarljós, sem er blanda af öllum litum, fellur á hluti á jörðinni drekka þeir yfirleitt hluta af ljósinu í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður lit hlutarins.
Vatn gleypir nánast ekkert sýnilegt ljós og þess vegna er vatn oftast glært. Þetta sjáum við vel ef við látum vatn renna í glært glas. Sé vatnsmagnið meira, til dæmis í ám, vötnum og hafinu, verður það hins vegar yfirleitt fölblátt á litinn. Ástæðan er sú að vatn gleypir örlítið af rauða hluta sýnilega ljóssins og eitthvað a...
↧