Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar tjón á fasteignum og lausafé af völdum náttúruhamfara, svo sem óveðurs, flóða, vatnavaxta.“ Og ekki síður er orðið notað um eldgos, jarðskjálfta, berghlaup og snjóflóð svo dæmi séu tekin...
↧