Arsen (As) er frumefni með sætistöluna 33. Efnafræðilega hegðar það sér að hluta sem málmur og að hluta sem málmleysingi. Arsen getur komið fyrir frítt í náttúrunni en langmest af því er þó á formi þrígildra As (III) og fimmgildra As (V) sambanda. Það er oft í tengslum við málma eins og til dæmis kopar, sink og blý og leysist þá úr læðingi við vinnslu þeirra.
Á nokkrum stöðum í heiminum háttar þannig til að berggrunnurinn inniheldur umtalsvert magn af arseni. Grunnvatn á þessum stöðum er ví...
↧