Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Dæmi:
Guðrún á tvær dætur. Hvor er líkari henni?
Báðar peysurnar eru götóttar. Hvor er skárri?
Báðar peysurnar eru götóttar. Hvora viltu heldur?
Tveir umsækjendur eru jafn hæfir. Hvorum á að veita starfið?
Tvö skip voru að veiðum. Hvort fékk betri afla?
Guðrún á fjórar dætur. Hver er líkust henni?
Hver strákanna þriggja sparkaði boltanum í glug...
↧