Fjöll eru ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Holland er til umræðu, enda er landið afar láglent og flatt. Í raun er um 25% landsvæðis í Hollandi undir sjávarmáli og um helmingur landsins er undir einum metra yfir sjávarmáli. Landið er þó ekki alveg marflatt, í suður- og austurhluta þess rís land aðeins hærra. Það er þó ekki nema allra syðst í Hollandi sem hægt er að tala um alvöruhæðir og -hóla og jafnvel fjöll á þeirra mælikvarða.
Hæsti punktur Hollands kallast Vaalserberg og...
↧