Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess við frumur augans og úrvinnslu heilans. Það sem einkennir svartan er hins vegar skortur á ljósi og svartur flötur er þannig strangt til tekið sá flötur sem endurvarpar engu ljósi.
...
↧