Ekki er mikill merkingarmunur á orðunum takmark og markmið. Í Íslenskri orðabók er markmið skýrt sem ‛eitthvað sem keppt er að, tilgangur’ en takmark ‛mark, mið, eitthvað til að keppa að’. Menn setja sér markmið, markmiðið getur verið skammt (eða langt) undan og að lokum ná menn markmiðinu eða ná því ef til vill ekki. Menn setja sér einnig ákveðið takmark sem ætlunin er að keppa að og ef vel gengur ná menn takmarkinu sem þeir settu sér. Bæði markmið og takmark fela í sér einhverja áæ...
↧