Very Large Telescope (VLT) eru fjórir 8,2 metra breiðir stjörnusjónaukar í Paranal-stjörnustöðinni, starfræktir af ESO (European Southern Observatory, ísl. Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli). Paranal-stjörnustöðin er í 2.635 metra hæð yfir sjávarmáli í Atacama-eyðimörkinni í Síle, um 120 km suður af Antofagasta. Auk risasjónaukanna fjögurra eru fjórir aðrir 1,8 metra breiðir aukasjónaukar sem eru færanlegir. Saman geta þessir sjónaukar myndað víxlmæli sem greint getur 1 millibogasekúnduhornbi...
↧