Þau næringarefni sem við fáum úr matnum eru að mestu leyti tekin upp í smáþörmunum þegar meltingu er lokið. Helstu efnin eru glúkósi og aðrar einsykrur (til dæmis frúktósi og galaktósi) úr kolvetnum, amínósýrur úr prótínum, fitusýrur og glýseról úr fitu, vítamín, vatn og steinefni. Öll lífrænu næringarefnin eru tekin upp í smáþörmunum en upptaka hinna ólífrænu klárast ekki alveg þar. Þannig eru 80% af vatni soguð upp í smáþörmunum en afgangurinn ekki fyrr en komið er ofan í ristilinn. Það sama e...
↧