Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvað er læsi? Hér er átt við læsi í sinni víðustu mynd ekki orðabókarskilgreiningu.
Orðið læsi í íslensku er notað bæði sem almennt orð og íðorð.
Læsi sem almennt orð
Sem almennt orð er læsi notað bæði í bókstaflegri merkinu og í yfirfærðri merkingu:
Í bókstaflegri merkingu er læsi notað um þá færni að geta lesið ritað mál og skilið það, það er að vera læs eins og almenningur skilur það hugtak. Orðið getur einnig átt við þá færni að geta ...
↧