Orðið kind hefur fleiri en eina merkingu. Það er í almennu máli notað um sauðkindina en það er einnig notað um kyn og ætt og er þá í fleirtölu kindir. Forskeytið ó- er einkum notað til að tákna andstæðu og snúa við merkingu síðari liðar eins og til dæmis ánægður – óánægður, frelsi – ófrelsi. Það er einnig notað til að gefa orðum með hlutlausan síðari lið neikvæða merkingu eins og til dæmis kind – ókind, geð – ógeð.
Ókind merkir annars vegar ‘kynjaskepna, óvættur’ og hins vegar ‘óhræsi, ódámur...
↧