Í dag lifir aðeins ein tegund manna á jörðinni, Homo sapiens, sem við tilheyrum. Fyrir 100.000 árum voru hins vegar fjórir ef ekki fleiri hópar (eða tegundir) manna á jörðinni. Auk okkar hafa flestir heyrt um neanderdalsmenn og einhverjir um hina lágvöxnu flóreseyjamenn í Austur-Asíu.[1] Í þessu svarið verður fjallað um fjórða hópinn, hina dularfullu denisóvamenn.
Denisóvamenn eru kenndir við Denisóvahellinn í Altaifjöllum í Síberíu en einnig mætti kalla þennan hóp manna rauðadádýrshellis-fól...
↧