Hjarðljóð (e. pastoral poetry) hafa frá fornu fari birt eins konar óskamynd af lífinu í formi náttúrulýsinga en boðið um leið upp á gagnrýni á það sem þykir ámælisvert í heiminum. Þar mátti einnig koma að ábendingum um búskaparhætti og hagnýt efni. Rómverska skáldið Virgill (70-19 f.Kr.) orti Georgica eða Búnaðarbálk og lýsti akuryrkju, skógrækt, kvikfjárrækt og býflugnarækt. Upplýsingarskáld 18. aldar endurvöktu þessa alda gömlu hefð sem gerði þeim kleift að samþætta hrifnæm náttúruljóð og harð...
↧