Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hversu þungt er helíum? Er hægt að fá kíló af helium? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir?
Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. Efni í gasham liggja nefnilega ekki þæg og góð á voginni og því þarf að „beita brögðum“ til að vigta þau. Það er til dæmis hægt að fylla poka eða blöðrur með viðkomandi lofttegund og l...
↧