Í heild var spurningin svona:Hvers vegna krumpast lokaða plastflaskan saman (líkist lofttæmingu) ef hún stendur tóm í ísskápnum en ekki ef ég set þó ekki væri nema smávegis vökva í hana (né heldur ef smá op er á henni)?
Svarið hefur með þéttingu lofts að gera þegar það er kælt niður. Loftið í kringum okkur er afar gljúpt, það er sameindir í loftinu taka hlutfallslega lítið pláss og megnið af rýminu inniheldur því ekkert efni. Vegna þessa er hægt að þétta loft gríðarlega mikið, það er að segja...
↧