Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup? Var hann Englendingur eða norskur?
Lengst af hafa biskupar á Íslandi verið íslenskir menn. Þetta er í raun og veru langt frá því að vera sjálfsagt. Kaþólska miðaldakirkjan var alþjóðleg stofnun. Þrátt fyrir biskupskjör í einhverri mynd heima fyrir höfðu yfirþjóðleg kirkjuyfirvöld eftir atvikum staðfestingar- eða skipunarvald. Þeim hefði því verið í lófa lagið að senda hingað erlenda menn og líklega hefði...
↧