Stutta svarið við spurningunni er þetta: Svonefnt 12 mínútna hlaupapróf nefnist líka Cooper-hlaupapróf og leggur á einfaldan hátt mat á hámarks súrefnisupptöku fólks. Prófið getur gagnast unglingum og ungu fólki ágætlega en hentar verr eldri borgurum, ýmsum sjúklingahópum og þeim sem hafa skerta hlaupagetu.
Allri orkuþörf líkamans til lengri tíma litið þarf að anna með súrefnisháðri brennslu orkuefna (kolvetna, fitu og prótína) í frumum líkamans – kallað loftháð orkumyndun. Flest allar frumur...
↧