Kollagen er prótín (eggjahvítuefni) sem finnst í mjög ríkum mæli í bandvef allra dýra, þar með talið manna og fiska. Það myndar langa, sterka þræði sem halda saman holdinu. Þess vegna er sérstaklega mikið af því í húð, sinum, beinum og fleiri vefjum sem þurfa styrk.
Þegar kjöt eða fiskur er matreiddur með suðu eða steikingu brotna kollagenþræðirnir niður og losna úr holdinu. Flestir kannast til dæmis við að kjötsúpa hleypur þegar hún kólnar en það gerist einmitt vegna þess að kollagenbútarn...
↧