Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona:
Hvað getið þið sagt mér um „litlu jólin“ og er þetta eitthvað séríslenskt fyrirbæri?
Hugtakið litlu jólin (stundum skrifað litlujólin) er aðallega notað um jólaskemmtun barna í skólum í aðdraganda jóla. Oftast er haldið upp á litlu jólin síðasta skóladag fyrir jólafrí, með jólatrésskemmtun þar sem gengið er kringum jólatré og jólalög sungin.
Litlu jólin í skólum hér á landi eru um aldargömul. Upphaf þeirra má rekja til Halldóru Bjarnadótt...
↧