Nöf í þeirri merkingu sem spurt er um merkir annars vegar ‘klettasnös’ en hins vegar ‘endi á bjálka’. Snös er bjargbrún, klettanibba og þegar þangað er komið er betra að vara sig til þess að falla ekki fram af. Sama er að segja um þann sem situr á bjálka. Hann þarf að gæta sín að fara ekki fram af.
Nöf merkir meðal annars ‘klettasnös’ en snös er bjargbrún, klettanibba.
Einnig er notað að vera kominn á fremstu nöf. Í yfirfærðri merkingu er orðasambandið notað um einhvern sem er um það bil a...
↧