Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Piparúði er úðavopn samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 og lagt er bann við innflutningi og eignarhaldi hans í 4. mgr. 30. gr. laganna. Vopnalögin taka til allra þeirra tækja eða efna sem unnt er að beita til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanlega.
Samkvæmt 12. og 29. gr. reglna um valdbeitingu lögreglumanna mega aðeins lögreglumenn sem hafa hlotið tilskylda þjálfun nota piparúða. Eins og farið er yfir í svari við spurning...
↧