Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið?
Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (trías-tímabil) tók Pangæa að klofna, fyrst í tvennt (Norður- og Suðurálfu = Laurasíu og Gondwanaland) en síðar í fleiri hluta. Við gliðnunina opnaðist haf úr vestri (1. mynd) sem við fr...
↧