Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna.
Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðbrögð stjórnvalda hér á landi, eins og víða annars staðar, um að beita ýmsum sóttvarnaraðgerðum í þeim tilgangi að hemja útbreiðslu veirunnar og „fletja kúrfuna“. Þannig var reynt að try...
↧