Svarið við þessari spurningu er ekki alveg einhlítt. Það er til dæmis ólíkt eftir löndum hvernig bati af SARS-CoV-2-sýkingu er skilgreindur og eins skiptir vitanlega máli hvort einstaklingar sem sýkjast af veirunni fá sjúkdóminn COVID-19 eða eru einkennalausir.
Hér á landi fara þeir sem greinast með SARS-CoV-2-sýkingu í einangrun til þess að lágmarka líkurnar á því að þeir smiti aðra. Til þess að losna úr einangrun þurfa að líða að minnsta kosti tvær vikur frá greiningu sé viðkomandi einkenna...
↧