Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala fer fram á hráum dýraafurðum á borð við kjöt og fisk, auk ávaxta, grænmetis og annarra matvæla. Gólf eru vot, bæði vegna þess að ís er notaður til að viðhalda ferskleika varnings á bor...
↧