Leðurblökur (Chiroptera) er annar tegundaauðugasti ættbálkur spendýra. Rúmlega 1.200 leðurblökutegundir eru þekktar og er það um 20% af öllum spendýrategundum. Aðeins nagdýr (Rodentia) eru fjölmennari ættbálkur. Þar finnast um 2.300 tegundir sem eru um 40% þekktra spendýrategunda. Flest bendir til þess að veirur séu mun algengari í leðurblökum en öðrum spendýrategundum og eru á því ýmsar skýringar.
Þær veirur sem þarna skipta mestu máli eru svonefndar súnuveirur (e. zoonotic viruses). Hugtaki...
↧