Upprunalega spurningin var:
Af hverju köllum við fólk frá Finnlandi „Finna“ en ekki „Finnlendingar“ og fólk frá Kína „Kínverja“ en ekki „Kínar“? Hvað ræður því hvernig endingin á þjóðerni hljómar?
Heiti á íbúum annarra landa eru sérstakur geiri í íslenska orðaforðanum sem hefur þurft sinn tíma til að mótast og er reyndar sífellt í deiglunni. Stjórnmálaþróun veldur því að endrum og sinnum verða til nýjar þjóðir í pólitískum skilningi. Fyrir tæpum áratug var stofnað ríkið Suður-Súdan og þa...
↧