COVID-19 er alþjóðlegt heiti á þeim sjúkdómi sem kórónuveiran (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 eða SARS-CoV-2) veldur. Það er stytting á coronavirus disease 2019.
Þar sem þetta heiti er upphaflega skammstöfun þá er rétt að rita það með hástöfum en ekki lágstöfum, það er COVID-19. Ekki eru ritaðir punktar í skammstöfunum sem ritaðar eru með hástöfum, til dæmis HÍ, BHM, DNA, HABL (SARS). Sjá gr. 22.6 í ritreglum Íslenskrar málnefndar.
Heitið COVID-19 er upphaflega skammstö...
↧