Sigmund Freud (1856-1939) var geð- og taugalæknir sem starfaði á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Freud var jafnframt einn helsti upphafsmaður sálgreiningar (e. psychoanalysis), en það er safn hugmynda sem lýtur að starfsemi hugans, geðrænum kvillum, uppbyggingu og starfsemi samfélagsins, greiningu bókmennta og ýmsu öðru.
Freud fæddist 6. maí 1856 í litlum bæ í Móravíu sem nú er hluti af Tékklandi. Hann var sonur fátækra hjóna og fjölskyldan flutti til Vínarborgar þegar Freud ...
↧