Geislun frá sólinni er einkum útfjólublá, sýnileg og svokölluð nærinnrauð geislun en ekki hitageislun (sem stundum er nefnd fjærinnrauð geislun) eins og sú geislun sem kemur frá jörðinni. Aðeins hluti geislunar frá sólu nær til jarðarinnar því efni í andrúmsloftinu, aðallega súrefni og óson, hindra eða gleypa skaðlega hluta útfjólubláu geislunarinnar. Þessar lofttegundir gegna þar af leiðandi afar mikilvægu hlutverki í að verja líf á jörðinni fyrir hættulegum geislum og er það ein meginástæða þe...
↧