Woodstockhátíðin er vafalaust frægasta rokkhátíð sögunnar. Hún var haldin helgina 15.-17. ágúst 1969 en lauk reyndar ekki fyrr en mánudaginn 18. Hátíðin hefur alla tíð verið sveipuð miklum ljóma og þar komu fram frægustu popp- og rokktónlistarmenn þess tíma. Woodstock var ekki aðeins tónlistarhátíð, heldur sveif yfir henni andi ástar og samkenndar sem rann í gegnum merg og bein allra viðstaddra.
Veggspjaldið sem auglýsti hátíðina var hannað af Arnold Skolnick. Fuglinn og gítarinn þykja í dag...
↧