Hugtakið „galdrafár“ hlýtur að taka mið af ofsóknum í garð meintra galdranorna og galdrakarla, fremur en athöfnum þeirra sem slíkra. Slíkar ofsóknir urðu hvað ákafastar í flestum löndum Vestur-Evrópu á síðustu árum 16. aldar og fram eftir 17. öld, þannig að tugir þúsunda voru teknar af lífi, einkum konur. Á Íslandi fer best á því að miða upphaf galdrafársins við það þegar þrír karlar voru brenndir í Trékyllisvík haustið 1654. Reyndar hafði það gerst árið 1625 í Svarfaðardal að Jón Rögnvaldsson v...
↧