Samruni felst í því að tveir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Auðvelt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis með því að hraða tvívetnisatómi með 15.000 volta spennugjafa og láta rekast á tvívetnismálmsvamp eins og til dæmis MgD2. Þótt ferlið sé auðvelt er mjög erfitt að vinna orku úr því þar sem orkan sem notuð er við hröðunina nýtist illa ...
↧