Í stuttu máli höfðu Bretar einfaldlega ekki annarra kosta völ. Kínverjar höfðu raunar látið Bretum eftir Hong Kong-eyju „um alla eilífð“ í samningum sem gerðir voru árið 1842 í kjölfar ópíumstríðanna svokölluðu. Árið 1860 var svo gerður annar samningur sem veitti Bretum sömuleiðis eignarhald á suðurhluta Kowloon-skaga norðan við Hong Kong-eyju. Hér ber að athuga að Kínverjar litu ávallt svo á að þessir samningar hefðu verið undirritaðir undir þvingunum og hótunum og væru því ekki einungis ósanng...
↧