Afar fáar tegundir eru einlendar á Íslandi. Þessi grunnvatnsmarfló sem kallast Crangonyx islandicus er þó ein þeirra.Einlend (e. endemic) tegund er tegund sem er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Svæði getur verið eyja, land eða ákveðið búsvæði. Til að mynda eru allir lemúrar einlendir á afrísku eyjunni Madagaskar. Á hinum enda „útbreiðslurófsins“ eru tegundir sem hafa alheimsútbreiðslu eins og brúnrottur (Rattus norvegicus) sem finnast að vísu ekki um al...
↧