Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bítlaplötu, sem er ekki sama plata. Það er hún sem stendur hjarta hans næst, þegar allt kemur til alls. Þetta er samnefnd plata sveitarinnar, The Beatles, sem út kom ári síðar, oftast köl...
↧