Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi?
Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859:
jeg lofaði því upp í ermina mína að finna ykkur.
Frá svipuðum tíma er að lofa einhverju upp í ermina á sér. Einnig er frá svipuðum tíma talað um að lofa upp í ermi sína án þágufallsandlags. Elst dæmi um það er úr tímar...
↧