Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’. Síðari liðurinn -sal er hvorugkynsorð dregið af sögninni að selja og merkir ‘sala’. Það þekkist í fornu máli en er ekki lengur notað ósamsett. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar og sama er að segja um þau dæmi sem koma fram á timarit.is. Þar má af textanum ráða að átt sé við sölu á ófrjálsu fólki, körlum og konum. Nú á dögum er mansal mest notað um sölu á konum t...
↧