Spurning Fjólu hljóðaði svona:
Góðan dag! Börnin mín eru fædd á árunum 1963 - 1970. Man ekki hvort þau fengu mislingasprautur en fór með þau í allar sprautur sem þá voru tiltækar. Var sprautað gegn mislingum á þessum árum?
Hjá Embætti landlæknis kemur þetta fram um almennar bólusetningar gegn mislingum á Íslandi:
Almennar bólusetningar gegn mislingum hófust hér 1976 við tveggja ára aldur en síðasti stóri faraldur mislinga gekk hér á árunum 1976 – 1978. Því má líta svo á að þorri Ísle...
↧