Jón Ólafsson er prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann sinnir kennslu og rannsóknum á sviði menningarfræði við Íslensku- og menningardeild og í Rússlandsfræðum við Mála- og menningardeild.
Jón er fæddur í Reykjavík 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1984 og BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands 1989. Hann stundaði framhaldsnám í heimspeki við Columbia-háskóla í New York á árunum 1992 til 1999 og lauk doktorsprófi þaðan árið 2000. Hann lauk einn...
↧