Stórgos, sem gengur undir heitinu Vatnaöldugos, varð á Veiðivatna- og Torfajökulssvæðinu 870 (eða þar um bil).[1] Það var aðallega gjóskugos með mikilli gjóskuframleiðslu og gjóskufalli um mestallt land, aðallega í nágrenni gosstöðvanna inni á hálendinu. Því fylgdi einnig smávægilegt hraunrennsli.
Ef til vill var þetta fyrsta eldgos sem landnámsmenn sáu. Að minnsta kosti varð þetta stórgos alveg um sama leyti og norrænir menn hófu hér landnám, og því líklegt að aðeins fáir landnámsmanna, ef ...
↧