Mór er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast hefur í votlendi og hægt er að nota sem eldsneyti. Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands (1991, bls. 195) er stuttlega fjallað um mó. Þar segir:
Á hverju hausti falla jurtir og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar og blandast smám saman jarðveginum, en í mýrum, en þar fellur grunnvatnsflöturinn saman við yfirborðið, og í stöðuvötnum rotna þær ekki að neinu ráði að óbreyttum ytri aðstæðum svo að jurtaleifarnar safnast fyrir og mynda mólög....
↧