Helga Ögmundsdóttir er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar hafa verið af ýmsum toga, en einkum snúið að krabbameinsrannsóknum. Helga stofnsetti ásamt Jórunni Eyfjörð Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði og snérust rannsóknir hennar þar meðal annars að litningabreytingum og frumusamskiptum í brjóstakrabbameini.
Frá upphafi rannsóknaferils síns hefur Helga rannsakað íslenskar fjölskyldur með ættlæga tilhneigingu til afbrigðilegrar einst...
↧