Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð?
Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það vel þegar í fornu máli. Orðasambandið síðustu forvöð í merkingunni ‘síðasta tækifæri til einhvers; eitthvað er á síðustu stundu’ þekkist þegar snemma á 19. öld. Í Ritmálsskrá Orðabókar H...
↧