Sporðdrekinn (lat. Scorpius) er tiltölulega stórt en mjög áberandi stjörnumerki á suðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Sporðdrekinn sést ekki nema að örlitlu leyti frá Íslandi.
Sólin gengur leið sína eftir sólbaugnum um Sporðdrekann og telst hann því eitt af stjörnumerkjum dýrahringsins. Sólin er innan marka Sporðdrekans um miðbik vetrar frá 20. nóvember til 29. nóvember (en ekki 24. okt...
↧